Nokia X3 02 - Öryggisatriði

background image

Öryggisatriði
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð. Þegar hleðslutæki eða aukabúnaður er

tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.

Þegar hleðslutækið er ekki í notkun skal taka það úr sambandi við rafmagnsinnstunguna og tækið. Ekki má hafa fullhlaðna

rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla getur stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni smátt

og smátt ef hún er ekki í notkun.

Rafhlaðan skal alltaf höfð í hita á bilinu frá 15°C að 25°C (frá 59°F að 77°F). Of mikill hiti eða kuldi draga úr endingu og líftíma

rafhlöðu. Tæki með heitri eða kaldri rafhlöðu kann að hætta að starfa tímabundið.

54 Vöru- og öryggisupplýsingar

background image

Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar málmhlutur kemst í snertingu við málmrendurnar á rafhlöðunni, til dæmis þegar

vararafhlaða er höfð í vasa. Skammhlaup getur valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni.

Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið. Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir.

Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja þeim með heimilisúrgangi.

Ekki skal taka sundur, skera, opna, merja, beygja, gata eða tæta rafhlöður. Fari rafhlaðan að leka má vökvinn ekki komast í

snertingu við húð eða augu. Gerist það skal þegar í stað hreinsa svæði sem komast í snertingu við rafhlöðuna með vatni eða