
Meðferð tækisins
Fara skal gætilega með tækið, rafhlöðuna, hleðslutækið og allan aukabúnað. Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að halda
tækinu í ábyrgð.
•
Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem tæra rafrásirnar. Ef tækið blotnar
skal fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna.
•
Ekki skal geyma tækið á köldum stað.
•
Ekki skal reyna að opna tækið öðruvísi en tilgreint er í notendahandbókinni.
•
Óleyfilegar breytingar geta skemmt tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.
•
Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka í það eða hrista það.
•
Aðeins skal nota mjúkan, hreinan og þurran klút til að hreinsa yfirborð tækisins.
•
Af og til skal slökkva skal á tækinu og fjarlægja rafhlöðuna til að það virki sem best.
•
Haltu tækinu frá seglum eða segulsviðum.
•
Til að tryggja öryggi mikilvægra gagna skal vista þau á minnst tveimur stöðum, svo sem í tækinu, á minniskorti eða tölvu,
eða skrifa niður mikilvægar upplýsingar.
Við lengri aðgerðir getur tækið hitnað. Það er í flestum tilvikum eðlilegt. Ef grunur leikur á að tæki vinni ekki rétt skal fara með
það til næsta viðurkennda þjónustuaðila.