
Um netsímtöl
Hægt er að hringja og svara símtölum um internetið (sérþjónusta). Netþjónustuveitur
geta stutt símtöl á milli tölva, á milli farsíma og á milli netsímabúnaðar og venjulegs
síma.
Hjá sumum netþjónustuveitum er boðið upp á ókeypis netsímtöl. Upplýsingar um
framboð og kostnað vegna tengingar fást hjá netþjónustuveitunni.
20 Sími

Verið getur að hömlur séu á notkun netsímabúnaðar og annarrar þjónustu í sumum
löndum. Nánari upplýsingar fást hjá söluaðila tækisins, þjónustuveitunni eða
yfirvöldum á staðnum.
Til að geta hringt eða svarað netsímtali þarftu að vera innan þjónustusvæðis þráðlauss
staðarnets og vera skráður hjá netsímaþjónustu.